NIB fjármagnar endurbætur á raforkukerfi Íslands

17.9.2025 Press release
Image: Landsnet
  • Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) veitir Landsneti hf., flutningsfyrirtæki raforku á Íslandi, 35 milljóna Bandaríkjadala lán til 15 ára til að samfjármagna endurbætur á flutningskerfinu.
  • Fjárfestingarnar, sem verða teknar í notkun árin 2025 og 2026, fela í sér jarð- og sæstrengi sem og uppfærslu tengivirkja.

NIB lánið mun fjármagna þrjú lykilverkefni til að styrkja raforkunet Íslands. Saman munu þessar fjárfestingar bæta afhendingaröryggi, draga úr flutningstapi og styðja við vaxandi orkuþörf landsins með auknum orkuskiptum.

Á Norðurlandi er Landsnet að leggja nýjan 66 kV jarðstreng milli Akureyrar og Dalvíkur, alls 42 kílómetra að lengd. Á Suðurlandi er verið að leggja 132 kV jarðstreng milli Hellu og Rimakots, alls 36 kílómetra. Þá er tenging við Vestmannaeyjar styrkt með lagningu tveggja nýrra 66 kV sæstrengja, alls um 18 kílómetra, þar af 13 kílómetra í sjó.

Jeanette Vitasp, Aðstoðarforstjóri og Yfirmaður Lánadeildar NIB sagði: „Það er brýnt að styrkja raforkukerfi Íslands til að mæta aukinni eftirspurn og tryggja áreiðanlegt og öruggt orkukerfi. Fjárfesting í íslenskum orkuinnviðum stuðlar einnig að efnahagsþróun og bættum lífsgæðum á Íslandi. „

Guðlaug Sigurðardóttir, Fjármálastjóri Landsnets segir: ,,Landsnet leggur áherslu á að styrkja flutningskerfi raforku á þann hátt sem nýtist bæði almenningi og atvinnulífi með því að auka afhendingaröryggi, nýta betur auðlindir og draga úr losun. Verkefni á borð við nýja sæstrengi til Vestmannaeyja styðja við uppbyggingu atvinnulífs og auka orkuöryggi. Það er ánægjulegt að markmið Landsnets falli að sjálfbærniviðmiðum NIB í loftslagsmálum.„

Landsnet hf. er flutningsfyrirtæki raforku á Íslandi. Flutningskerfi Landsnets – „raforkukerfið“ – tengir fimm raforkuframleiðendur á Íslandi við svæðisbundin dreifikerfi og beint við stórnotendur. Flutningskerfið samanstendur af meira en 3.300 km af flutningslínum og um 80 tengivirkjum og spennistöðvum. Landsnet er í eigu íslenska ríkisins (93%) og Reykjavíkurborgar í gegnum Orkuveitu Reykjavíkur (7%).

NIB er alþjóðleg fjármálastofnun Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn fjármagnar verkefni sem bæta framleiðni og ávinning umhverfis Norðurlandanna og Eystrasaltsvæðisins. Bankinn er með höfuðstöðvar í Helsinki og með svæðisbundna miðstöð í Riga. NIB er með hæsta mögulega lánshæfismatið AAA/Aaa, hjá S&P Global Ratings og Moody.

Til að fá frekari upplýsingar ætti að hafa samband við

Tiina Kuusela, yfirmaður í deild opinbera geirans og veitufyrirtækja, í síma +358 10 6180 241, tiina.kuusela@nib.int

Dmitri Kouznetsov, forstöðumaður í deild opinbera geirans og veitufyrirtækja, í síma +358 50 5765 080, dmitri.kouznetsov@nib.int

Iiris Anttalainen, samskiptafulltrúi, +358 10 618 0257, Iiris.Anttalainen@nib.int

Related resources

Iceland • 12.9.2025

Landsnet hf.

EUR 29.5 million